Blikar slógu 23 ára met ÍBV

Breiðablik fór illa með KR í gærkvöld og vann 4:0.
Breiðablik fór illa með KR í gærkvöld og vann 4:0. mbl.is/Eggert

Breiðablik skráði sig á spjöld íslensku fótboltasögunnar í gærkvöld með stórsigrinum gegn KR á Kópavogsvellinum, 4:0.

Þetta var sextándi heimasigur Breiðabliks í röð í efstu deild, allt frá því liðið tapaði fyrir KR í fyrstu umferð Íslandsmótsins 2021, og þar með sló Kópavogsfélagið met sem ÍBV hafði átt í 23 ár.

Eyjamenn unnu fimmtán heimaleiki í röð á Hásteinsvelli á árunum 1997 til 1999, þar af alla leikina tímabilið 1998, og hafa átt metið síðan, eða þar til Blikar jöfnuðu það í sigurleiknum gegn KA síðasta mánudag.

ÍBV gerði reyndar enn betur á þessum árum því liðið tapaði ekki leik á Hásteinsvelli í þrjú og hálft tímabil á árunum 1997 til 2000 og spilaði þá 32 leiki í deildinni auk sex bikarleikja án þess að  tapa.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert