Spilar hjá pabba á Akureyri

Alexander Már Þorláksson fagnar marki ásamt Fred Saravia.
Alexander Már Þorláksson fagnar marki ásamt Fred Saravia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexander Már Þorláksson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Þórs Akureyris. Hann mun því leika fyrir föður sinn Þorlák Má Árnason, þjálfara Þórs. 

Alexander gengur í raðir félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar 29. júní og mun því vera gjaldgengur þegar félagið fær Þrótt Vogum í heimsón degi síðar. 

Alexander hefur spilað með Fram síðustu þrjú ár. Fyrir það lék hann meðal annars með KF, ÍA og Hetti. Framherjinn hefur skorað 122 mörk í 202 leikjum á ferlinum í leikjum á vegum KSÍ. 

mbl.is