Blikinn kom inn á og skoraði fjögur fyrir HK

Stefán Ingi Sigurðarson, markaskorari HK.
Stefán Ingi Sigurðarson, markaskorari HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK burstaði Dalvík/Reyni 6:0 í fyrsta leiknum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Hassan Jalloh og Örvar Eggertsson komu heimamönnum í HK í tveggja marka forystu með mörkum á 49. og 52. mínútu.

Stefán Ingi Sigurðarson, lánsmaður frá Breiðablik, kom svo inn af bekknum í liði HK á 68. mínútu og gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk á síðustu 20 mínútunum.

Fyrsta mark Stefáns kom á 71. mínútu og hann bætti við öðru markinu sex mínútum síðar.

Stefán fullkomnaði þrennuna á 84. mínútu og hamraði inn fjórða markinu einni mínútu fyrir leikslok. Rosaleg innkoma Stefáns og HK komið í átta-liða úrslitin en Dalvík/Reynir er úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert