Kórdrengir í fjórðungsúrslit í fyrsta sinn

Þórir Rafn Þórisson (nr. 10) skoraði fyrra mark Kórdrengja í …
Þórir Rafn Þórisson (nr. 10) skoraði fyrra mark Kórdrengja í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kórdrengir tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, með því að hafa naumlega betur gegn Aftureldingu, 2:1, eftir framlengdan leik í Safamýrinni.

Bæði lið leika í 1. deild, Lengjudeildinni, og var því von á hörkuleik. Varð það raunin.

Sóknarmaðurinn Þórir Rafn Þórisson kom Kórdrengjum yfir á 52. mínútu.

Á 85. mínútu jafnaði hins vegar Elmar Kári Enesson Cogic metin fyrir Aftureldingu og knúði þannig fram framlengingu.

Í framlengingunni tryggðu Kórdrengir sér svo sigurinn.

Með sigrinum tryggðu Kórdrengir sér sæti í fjórðungsúrslitum bikarkeppni KSÍ í fyrsta sinn í sögu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert