Spyrntu sér upp í sjötta sæti

Úr leik Augnabliks gegn Fjölni fyrr í sumar.
Úr leik Augnabliks gegn Fjölni fyrr í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Augnablik vann góðan 2:0-sigur á botnliði Hauka þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Kópavogsvelli í kvöld.

Margrét Brynja Kristinsdóttir kom Augnabliki yfir strax á áttundu mínútu með marki úr vítaspyrnu og leiddu heimakonur 1:0 í leikhléi.

Á 72. mínútu tvöfaldaði Viktoría París Sabido forystuna og innsiglaði þannig tveggja marka sigur.

Með sigrinum fór Augnablik upp um tvö sæti, úr því áttunda í sjötta sæti, þar sem liðið er nú með 9 stig eftir níu leiki.

Haukar sitja hins vegar enn á botni deildarinnar með aðeins 3 stig, einnig eftir níu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert