Kominn aftur í Fram eftir níu ára fjarveru

Almarr Ormarsson í leik með Fram gegn KR fyrir tíu …
Almarr Ormarsson í leik með Fram gegn KR fyrir tíu árum. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Almarr Ormarsson er genginn til liðs við Framara á ný eftir langa fjarveru en Fram hefur keypt upp samning hans við Val og samið við hann til loka tímabilsins 2023.

Almarr er 34 ára gamall miðjumaður frá Akureyri sem er í hópi leikjahæstu leikmanna úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hann á að baki 255 leiki í deildinni með Val, KA, Fjölni, KR og Fram.

Hann ólst upp hjá KA og lék með liðinu í 1. deildinni frá 2005 til 2008 en lék síðan með Fram í úrvalsdeildinni frá 2008 til 2013. Hann skoraði bæði mörk Fram í bikarúrslitaleiknum 2013 þar sem liðið varð bikarmeistari.

Almarr lék með KR 2014 og 2015 en sneri síðan aftur norður, hjálpaði KA upp í úrvalsdeildina árið 2016 og lék með liðinu þar 2017. Hann lék með Fjölni 2018 en aftur með KA 2019 og 2020 en hefur leikið með Valsmönnum í hálft annað ár.

Almarr Ormarsson í leik með Val gegn KR.
Almarr Ormarsson í leik með Val gegn KR. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert