Landsleikurinn fór á rangan gervihnött

Íslenska landsliðið að æfa sig í sendingum eins og sjónvarpsstöðvarnar …
Íslenska landsliðið að æfa sig í sendingum eins og sjónvarpsstöðvarnar mættu gera. Eggert Jóhannesson/mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði vináttuleik gegn Póllandi kl. 13:30 að íslenskum tíma í dag og vann 3:1 sigur. Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu á RÚV en ekkert varð úr því. 

Á fréttavef RÚV kom fram að ástæða þess að ekki var hægt að sýna leikinn var sú að pólska sjónvarpsstöðin TVP sendi leikinn á rangan gervihnött. Bragi Reynisson, yfirmaður tækni hjá RÚV segir að gervihnattaupplýsingar til RÚV frá TVP hafi borist mjög seint.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert