Ægir framlengir í Vesturbænum

Ægir Jarl Jónasson, lengst til vinstri, mun halda kyrru fyrir …
Ægir Jarl Jónasson, lengst til vinstri, mun halda kyrru fyrir hjá KR næstu árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ægir Jarl Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KR. Nýi samningurinn rennur út að loknu keppnistímabilinu 2024.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld.

Ægir Jarl, sem leikur oftast sem miðjumaður, hefur leikið með karlaliði KR frá árinu 2019 er hann kom frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.

Alls hefur hann leikið 115 leiki í efstu deild með KR og Fjölni og hefur skorað í þeim níu mörk.

Þá hefur Ægir Jarl leikið 16 bikarleiki og einnig skorað níu mörk í þeim.

mbl.is