Þórsarar kjöldrógu botnliðið

Harley Willard (t.v.) skoraði tvennu fyrir Þór í kvöld.
Harley Willard (t.v.) skoraði tvennu fyrir Þór í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór frá Akureyri átti ekki í nokkrum vandræðum með botnlið Þróttar frá Vogum þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Akureyri í kvöld.

Strax var ljóst í hvað stefndi þar sem Alexander Már Þorláksson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson voru búnir að koma heimamönnum í 2:0 eftir aðeins átta mínútna leik.

Á 34. mínútu skoraði Harley Willard úr vítaspyrnu og staðan því 3:0 í leikhléi.

Á 52. mínútu skoraði Willard annað mark sitt og fjórða mark Þórs.

Bjarni Guðjón skoraði svo sömuleiðis annað mark sitt áður en yfir lauk og frábær 5:0-sigur Þórsarar niðurstaðan.

Eftir sigurinn er Þór enn í 10. sæti deildarinnar en nú með 8 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Þróttur er áfram á botninum með aðeins 2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert