KV skellti Vestra á Ísafirði

KV vann frækinn sigur á Ísafirði.
KV vann frækinn sigur á Ísafirði. mbl.is/Hákon Pálsson

Nýliðar KV gerðu frábæra ferð vestur á Ísafjörð og unnu heimamenn í Vestra, 4:2, í stórskemmtilegum leik í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni í kvöld.

Gestirnir úr Vesturbænum voru komnir með 4:0-forystu eftir rétt rúmlega klukkutíma leik.

Björn Axel Guðjónsson skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Grímur Ingi Jakobsson gerði slíkt hið sama

snemma í þeim síðari.

Deniz Yaldir minnkaði muninn fyrir Vestra skömmu eftir fjórða mark KV og Pétur Bjarnason bætti svo við öðru marki stuttu seinna.

Á 82. mínútu fékk Vladimir Tufegdzic beint rautt spjald fyrir brot.

Ekki gerðist fleira í leiknum og vann KV þar með afar sterkan sigur.

KV er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en nú með 7 stig, aðeins einu stigi á eftir Þór frá Akureyri sem er í sætinu fyrir ofan.

Vestri er í áttunda sæti með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert