Lítil hvíld hjá stúlkunum eftir seinkun á flugi

Íslenska U16 ára liðið fyrir vináttuleik gegn Sviss snemma á …
Íslenska U16 ára liðið fyrir vináttuleik gegn Sviss snemma á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, U16 ára, fær litla hvíld fyrir fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu sem hefst í dag þegar þær mæta Norðmönnum í Strömmen í Noregi.

Stúlkurnar áttu að fljúga til Óslóar í gær og komust til að byrja með ekki beint þangað þar sem fullbókað var í öll flug. Þær flugu þá í gegnum Kaupmannahöfn en þriggja tíma seinkun varð á flugi Icelandair þangað í gær þannig að þær misstu af tengifluginu og þurftu að gista í dönsku höfuðborginni í nótt.

Þær flugu þaðan til Noregs í morgun en leikurinn í dag hefst klukkan 16.00. Það er fyrsti leikurinn af þremur en liðið leikur einnig á mánudag og fimmtudag.

Íslenska liðið er þannig skipað:

  • Angela Mary Helgadóttir Þór/KA
  • Bergdís Sveinsdóttir Víkingur R.
  • Berglind Freyja Hlynsdóttir FH
  • Bryndís Halla Gunnarsdóttir FH
  • Emelía Óskarsdóttir Kristianstad
  • Glódís María Gunnarsdóttir KH
  • Harpa Helgadóttir Augnablik
  • Herdís Halla Guðbjartsdóttir Augnablik
  • Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir Augnablik
  • Hrefna Jónsdóttir Álftanes
  • Ísabella Sara Tryggvadóttir KR
  • Kolbrá Una Kristinsdóttir KH
  • Krista Dís Kristinsdóttir Þór/KA
  • Lilja Björk Unnarsdóttir Álftanes
  • Margrét Brynja Kristinsdóttir Augnablik
  • Olga Ingibjörg Einarsdóttir Augnablik
  • Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir Haukar
  • Sigdís Eva Bárðardóttir Víkingur R.
  • Sigurborg Katla Sveinbjörnsd. Víkingur R.
  • Sóley María Davíðsdóttir HK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert