Þrír útlendingar yfirgefa Ísland

Hans Mpongo í leik gegn Víking R.
Hans Mpongo í leik gegn Víking R. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumennirnir Hosine Bility, Hans Mpongo og Diogo Coelho eru allir farnir frá félögum sínu Fram, ÍBV og Vestra, og yfirgefa landið.

Hinn ástralski Hosine Bility sem átti slæman leik gegn KA í bikarnum á dögunum snýr aftur til Midtjylland.

Hans Mpongo er Englendingur sem var hjá ÍBV á láni frá Brentford. Brentford hefur hinsvegar ákveðið að láta hann fara og mun hann því leita sér að félagi á Englandi.

Hans tíma verður helst minnst fyrir það þegar hann ætlaði að taka vítaspyrnu ÍBV gegn ÍA í uppbótartíma þrátt fyrir að vera ekki vítaskytta liðsins. Hann fór í rifrildi við Andra Rúnar Bjarnason, vítaskyttu ÍBV, sem tók síðar vítaspyrnuna og klúðraði. 

Coelho er portúgalskur bakvörður sem er farinn frá Vestra til félags í Litháen. 

mbl.is