Brynjar Gauti til liðs við Framara

Brynjar Gauti Guðjónsson er kominn til liðs við Fram frá …
Brynjar Gauti Guðjónsson er kominn til liðs við Fram frá Stjörnunni. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Brynjar Gauti Guðjónsson knattspyrnumaður frá Ólafsvík er genginn til liðs við Framara frá Stjörnunni og hefur samið við þá til loka tímabilsins 2024.

Brynjar er þrítugur miðvörður sem var enn í 4. flokki þegar hann hóf að spila með meistaraflokki Víkings í Ólafsvík. Hann lék þar í 1. og 2. deild en síðan með ÍBV og Stjörnunni í úrvalsdeildinni, með Stjörnunni frá 2015. Brynjar hefur nú leikið 207 úrvalsdeildarleiki og skorað í þeim níu mörk.

Hann hefur fengið fá tækifæri með Stjörnuliðinu í ár og aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í deildinni.

Framarar hafa því fengið tvo reynda leikmenn í sínar raðir á síðustu dögum en Almarr Ormarsson kom til þeirra frá Val í síðustu viku.

mbl.is