Stjörnumenn jöfnuðu á lokakaflanum

Guðmundur Baldvin Nökkvason úr Stjörnunni og FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson eigast …
Guðmundur Baldvin Nökkvason úr Stjörnunni og FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson eigast við. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH og Stjarnan skildu jöfn, 1:1, í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Með úrslitunum fór FH upp í áttunda sæti og upp fyrir Fram þar sem liðið er með tíu stig. Stjarnan er í þriðja sæti með 20 stig.

Fyrri hálfleikurinn var með allra rólegasta móti og gekk liðunum afar illa að skapa sér færi. Baldur Logi Guðlaugsson fékk besta færi FH í fyrri hálfleik þegar hann tók við boltanum í teignum, fór framhjá Haraldi Björnssyni í marki Stjörnunnar, en setti boltann framhjá úr þröngu færi.

Ísak Andri Sigurgeirsson og Óskar Örn Hauksson reyndu báðir langskot fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en Ísak skaut beint á Gunnar Nielsen í marki FH og Óskar skaut rétt framhjá. Fátt annað markvert gerðist í hálfleiknum og voru hálfleikstölur því 0:0.

Sú staða breyttist í 1:0 fyrir FH á 57. mínútu þegar Steven Lennon skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Birni Daníel Sverrissyni í kjölfar þess að Stjörnumönnum gekk illa að verjast hornspyrnu. Markið er það fyrsta sem Lennon skorar frá því í 1. umferðinni gegn Víkingi.

Því miður fyrir Lennon reyndist það ekki sigurmark því Stjörnumenn jöfnuðu á 87. mínútu. Gunnar Nielsen fór þá í skógarhlaup eftir hornspyrnu og boltinn datt á Adolf Daða Birgisson utarlega í teignum og strákurinn ungi kláraði glæsilega upp í þaknetið.

Þrátt fyrir góð færi beggja liða í uppbótartíma urðu mörkin ekki fleiri og skiptu þau því með sér stigunum. 

FH 1:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Máni Austmann Hilmarsson (FH) á skot sem er varið Sleppur einn í gegn en kemur sjálfum sér í mun þrengra færi en hann þurfti og að lokum gerir Haraldur mjög vel í að verja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert