Komast Valur og Stjarnan að hlið Víkings?

Ástbjörn Þórðarson og Jóhann Árni Gunnarsson í leik FH og …
Ástbjörn Þórðarson og Jóhann Árni Gunnarsson í leik FH og Stjörnunnar sem mætast í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír leikir eru í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en þar geta Valur og Stjarnan náð Víkingum sem nú sitja í öðru sæti deildarinnar.

KA tekur á móti Val á Akureyri kl 18:00 en þar eru á ferð liðin sem sitja í fimmta og fjórða sæti deildarinnar. KA er þar tveimur stigum á eftir Val.

FH fær Stjörnuna í heimsókn en Stjarnan er jöfn Val í stigum í 3. og 4.sæti en Stjarnan er með betri markatölu.

Skagamenn gera sér ferð í Breiðholtið í kvöld þegar Leiknir og ÍA mætast kl 19:15. Leiknir situr eins og er í neðsta sæti deildarinnar og ÍA er í þriðja neðsta sæti þannig að þetta er lykilleikur í fallbaráttunni. Leiknismenn bíða enn eftir sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

Valur og Stjarnan geta jafnað Víking að stigum með sigri í kvöld. Víkingur situr eins og er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert