Þrír Evrópuleikir hjá þrem íslenskum liðum í vikunni

Stuðningsmenn Víkins að fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Stuðningsmenn Víkins að fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik, KR og Íslands- og bikarmeistarar Víkings keppa í Evrópumótum í þessari viku. Víkingur hefur þegar spilað tvo leiki í forkeppni Meistaradeildarinnar og unnið báða.

Báðir leikir Víkings voru á heimavelli en þeir unnu sannfærandi sigur í fyrsta leik sínum á mótinu, 6:1, en leikurinn var á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Annar leikur liðsins var á móti Inter Escaldes frá Andorra og vann Víkingur 1:0.

Á morgun spila Víkingar á móti Malmö FF á útivelli og á þriðjudaginn eftir viku spila þeir heimaleik á móti þeim.

Breiðablik spilar fyrsta leik sinn í Sambandsdeild Evrópu á móti UE Santa Coloma. Leikurinn er á fimmtudaginn á útivelli í Andórra. Viku síðar verður leikið við sama lið á Kópavogsvelli.

Einnig á fimmtudag keppir KR í Póllandi á móti Pogon Szczecin og viku síðar á Meistaravöllum á móti sama liði. 

mbl.is