Arnór í leikmannahópi Víkings í kvöld

Arnór Borg Guðjohnsen í leik með Fylki síðasta sumar.
Arnór Borg Guðjohnsen í leik með Fylki síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Borg Guðjohnsen gæti leikið sinn fyrsta leik með Víkingum í kvöld þegar þeir mæta Svíþjóðarmeisturum Malmö á útivelli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Arnór gekk til liðs við Víkinga í vetur frá Fylki en hefur misst af öllu tímabilinu til þessa  vegna meiðsla.

Víkingar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir kvöldið og Arnór er þar á meðal leikmanna en einnig koma Gísli Gottskálk Þórðarson og Bjarki Björn Gunnarsson inn í hópinn. Kyle McLagen er úr leik eftir að hann viðbeinsbrotnaði í leik Víkings gegn KR á föstudagskvöldið.

mbl.is