Guðjón bestur í 11. umferð

Guðjón Ernir Hrafnkelsson er leikmaður 11. umferðar hjá Morgunblaðinu.
Guðjón Ernir Hrafnkelsson er leikmaður 11. umferðar hjá Morgunblaðinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðjón Ernir Hrafnkelsson, hægri bakvörður Eyjamanna, var besti leikmaður 11. umferðar Bestu deildar karla að mati Morgunblaðsins. Guðjón Ernir fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í vörn Eyjamanna þegar þeir gerðu óvænt markalaust jafntefli við topplið Breiðabliks og urðu fyrsta liðið í ár til að halda marki sínu hreinu gegn Kópavogsliðinu.

Guðjón var jafnframt eini leikmaður deildarinnar sem fékk tvö M í elleftu umferðinni og er í fyrsta sinn í liði umferðarinnar. Þar eru þrír leikmenn í þriðja skipti, þeir Patrik Johannesen, sóknarmaður Keflavíkur, Daníel Laxdal, miðjumaður Stjörnunnar, og Ívar Örn Árnason, miðvörður KA-manna. 

Úrvalslið 11. umferðar Bestu deildar karla má sjá í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert