Óli Valur á leið til Svíþjóðar?

Óli Valur Ómarsson fagnar eftir að hafa skorað sigurmark Stjörnunnar …
Óli Valur Ómarsson fagnar eftir að hafa skorað sigurmark Stjörnunnar gegn ÍBV í vor. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius er í viðræðum við Stjörnuna um kaup á bakverðinum efnilega Óla Val Ómarssyni.

Aftonbladet segir frá þessu í dag og segir að samkvæmt sínum heimildum séu félögin í viðræðum um kaupverð á Óla Val.

Á dögunum sagði ennfremur Uppsala Nya Tidning, staðarblaðið í Uppsala, heimaborg Sirius, að njósnari frá félaginu hefði farið til Íslands til að fylgjast með Óla Val.

Hann er 19 ára gamall og kom inn í 21-árs landsliðið í síðasta mánuði, og hefur átt frábært tímabil með Garðabæjarliðinu en Óli Valur var einmitt útnefndur besti leikmaður Bestu deildarinnar í maímánuði af Morgunblaðinu eftir að hann varð efstur í einkunnagjöf blaðsins í fyrstu átta umferðum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert