Tindastóll upp að hlið FH

Tindastóll komst upp að hlið FH með sigrinum í dag.
Tindastóll komst upp að hlið FH með sigrinum í dag. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Tindastóll vann 2:0 sigur á Grindavík í 1. deild kvenna í knattspyrnu í Grindavík í kvöld. Tindastóll jafnaði FH á toppi deildarinnar með sigrinum í dag. 

Fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir kom Tindastól yfir á 73. mínútu. Murielle Tiernan skoraði svo seinna mark Sauðkrækinga á 82. mínútu sem sigldu 2:0 sigri heim. 

Tindastóll kemst upp að hlið FH með 23 stig með sigrinum í dag en er í öðru sæti á markatölu. Grindavík er áfram í sjöunda sæti með átta stig. Bæði félög hafa leikið einum leik meira en rest í deildinni að Haukum undanskildum.

mbl.is