Ólíkir mótherjar hjá Blikum og KR

Breiðablik og KR leika Evrópuleiki í Andorra og Póllandi í …
Breiðablik og KR leika Evrópuleiki í Andorra og Póllandi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik og KR eiga fyrir höndum afar ólík verkefni í dag þegar liðin leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Bæði spila þau útileikinn á undan en Blikar eru komnir til Andorra og mæta þar UE Santa Coloma og KR-ingar eru í Szczecin í Póllandi þar sem þeir leika við Pogon.

Bæði íslensku liðin eru með þá forgjöf að vera á miðju keppnistímabili og í góðri leikæfingu á meðan mótherjarnir spila báðir sinn fyrsta mótsleik á tímabilinu 2022-23.

Breiðablik á einfaldlega að slá Andorramennina út en annað yrði gríðarlegt áfall fyrir Kópavogsliðið. UE Santa Coloma leikur í Evrópukeppni í fyrsta sinn í fimm ár og hefur tapað öllum fjórtán Evrópuleikjum sínum til þessa. Liðið endaði í öðru sæti í Andorra í fyrra, þremur stigum á eftir Inter d'Escaldes sem Víkingar unnu naumlega á dögunum.

Pogon, mótherji KR, endaði í þriðja sæti í Póllandi í vetur, níu stigum á eftir meisturum Lech Poznan. Í fyrra var liðið slegið út í 2. umferð Sambandsdeildarinnar, 0:1 samanlagt gegn Osijek frá Króatíu.

Pogon hefur þó tapað fyrir íslensku liði en Fylkir sló Pólverjana óvænt út úr UEFA-bikarnum árið 2001, 3:2 samanlagt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert