Blikar fara til Svartfjallalands

Blikar fagna einu markanna gegn UE Santa Coloma í kvöld.
Blikar fagna einu markanna gegn UE Santa Coloma í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Sigur Blikanna á UE Santa Coloma frá Andorra í kvöld kom þeim í aðra umferðina. Lið Buducnost sló í kvöld út lið Llapi frá Kósóvó með 2:2 jafntefli á útivelli en hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli sínum í Podgorica, 2:0.

Buducnost hafnaði í öðru sæti í Svartfjallalandi síðasta vetur, átta stigum á eftir meistaraliðinu Sutjeska. Deildakeppnin í landinu 2022-23 hefst 23. júlí þannig að leikirnir tveir við Llapi eru fyrstu tveir leikir liðsins á nýju tímabili.

Leikirnir fara fram næstu tv0 fimmtudaga, 21. og 28. júlí, sá fyrri á Kópavogsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert