Valskonur mæta eina liðinu sem hefur sigrað þær

Úr síðasta leik Vals og Þrótt fyrir landsleikjahlé sem Íris …
Úr síðasta leik Vals og Þrótt fyrir landsleikjahlé sem Íris Dögg markmaður Þrótts tók þátt í ásamt nokkrum Valssteplum. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjórir leikir eru á dagskrá í dag og kvöld í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Valur getur aukið forskot sitt í fyrsta sæti í leik gegn Þór/KA, sem er eina liðið sem liðið hefur tapað fyrir í sumar.

Selfoss og ÍBV keppa í dag á Selfossi en síðast þegar liðin mættust í maí endaði leikurinn 1:0 fyrir Selfossi. Selfoss er í 6. sæti með 14 stig og ÍBV í 4. sæti með 17 stig. Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum fyrir landsleikjahlé og ef Selfosskonur sigra í dag geta þær tekið 4. sætið af ÍBV.

Valur og Þór/KA keppa á Hlíðarenda í dag. Valur er með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar með 26 stig á meðan Þór/KA eru í 8. sæti með 10 stig. Síðast þegar liðin mættust vann Þór/KA óvæntan sigur á Íslandsmeisturunum og það er eini tapleikur Vals í allt sumar. Valur þarf á sigri að halda til að halda forskoti sínu á Breiðablik.

Stjarnan fer á Meistaravelli og mætir KR. Síðasti leikur KR og Stjörnunnar endaði 5:1 fyrir Stjörnunni. KR fékk einnig fimm mörk á sig í síðasta leik á móti Breiðabliki en veitti Blikum samt harða keppni og var einungis 1:0 undir þangað til á 70. mínútu þegar markaflóðið hófst. Síðasti leikur Stjörnunnar var markalaust jafntefli gegn toppliði Vals.

Síðasti leikur dagsins er í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tekur á móti Þrótti. Afturelding vann síðasta leikinn fyrir pásuna gegn Selfossi en það er annar af einungis tveimur leikjum sem þær hafa unnið í sumar, restinni hafa þær tapað. Afturelding bætti hressilega við sig í félagaskiptaglugganum og fékk meðal annars fimm útlendinga. Spennandi verður að sjá hvernig Afturelding muni ganga með liðsaukanum. 

Selfoss - ÍBV klukkan 17:30.

Valur - Þór/KA klukkan 17:30.

KR - Stjarnan klukkan 19:15.

Afturelding - Þróttur klukkan 20.00.

mbl.is