HK heldur toppsætinu

HK féll í fyrra en eru á góðri leið með …
HK féll í fyrra en eru á góðri leið með að koma sér aftur upp í Bestu deild. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

HK styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu með 1:0 sigri á Aftureldingu í kvöld í Mosfellsbæ.

HK komst yfir í byrjun seinni hálfleiks eftir mark sem Stefán Ingi Sigurðarson, markahæsti leikmaður liðsins, skoraði eftir hornspyrnu. Þetta var hans tíunda mark á leiktíðinni fyrir HK en hann er þar á láni frá nágrannaliði þeirra Breiðabliki. 

HK situr núna í efsta sæti deildarinnar með 34 stig eftir 15 leiki. Í öðru sæti er Fylkir en liðið er, þegar fréttin er skrifuð, að spila gegn Grindavík og staðan er 4:2 og 10 mínútur eftir af leiknum. Ef leikurinn endar með sigri Fylkis eins og líklegt er mun HK hafa eins stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 7 leikir eru eftir.

Fylkir og HK eru að stinga af á toppnum og 10 stig skilja af HK í efsta sæti og Fjölni í þriðja svo líklegt er að liðin tvö fari beint aftur upp í efstu deild eftir að þau féllu í fyrra.

Afturelding heldur 5. sæti með sínum 22 stigum, 11 stigum frá sæti sem kemur þeim upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert