HK vann nágrannaslaginn

Murielle Tiernan og Hildur Björk Búadóttir í þegar HK og …
Murielle Tiernan og Hildur Björk Búadóttir í þegar HK og Tindastóll mættust á tímabilinu. Arnþór Birkisson

HK heldur 2. sætinu í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Augnabliki í kvöld í Fífunni í Kópavogi en þrír leikir fóru þá fram í deildinni.

Isabella Eva Aradóttir og Magðalena Ólafsdóttir skoruðu mörk HK í 2:1 sigri á Augnabliki í kvöld. Mark Augnabliks skoraði Júlía Katrín Baldvinsdóttir þegar liðið komst yfir á 28. mínútu leiksins. Jöfnunarmark Isabellu kom svo tveim mínútum eftir það og mark Magðalenu fylgdi þar eftir þremur mínútum síðar. Liðin fóru 2:1 inn í hálfleik og þar við sat.

Leikur Víkings úr Reykjavík gegn Fylkir endaði með markalausu jafntefli í Víkinni í kvöld. Víkingur er í 4. sæti með 23 stig og Fylkir í 7. með 11 stig.

Leikur Hauka gegn Tindastóli endaði 5:0 fyrir Tindastóli.

Markaskorarar koma inn um leið og þeir berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert