Ísland hærra en nokkurn sinni fyrr

Íslenska kvennalandsliðið er hærra en nokkur sinni fyrr.
Íslenska kvennalandsliðið er hærra en nokkur sinni fyrr. Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta færir sig upp um þrjú sæti á fyrstu útgáfu af styrkleikalista FIFA eftir að Evrópumótinu á Englandi lauk.

Íslenska liðið er nú í 14. sæti en var áður í 17. sæti. Á Evrópumótinu gerði Ísland þrjú jafntefli gegn Belgíu, Ítalíu og Frakklandi en féll þó úr keppni. 

Ísland hefur aldrei verið eins ofarlega og nú en áður hafði Ísland hæst náð 15. sæti á listanum.

Bandaríkin tróna enn á toppi listans en á eftir þeim kemur Þýskaland, svo Svíþjóð og í 4. sæti eru Evrópumeistar Englands.

mbl.is