Mark tímabilsins á Árbænum? (myndskeið)

Emil Ásmundsson skiljanlega ánægður eftir stórkostlegt mark hans í kvöld.
Emil Ásmundsson skiljanlega ánægður eftir stórkostlegt mark hans í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Emil Ásmundsson var með ótrúlegt mark í 5:2 sigri Fylkis á Grindavík í næst efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Emil Ásmundsson skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld þegar Fylkir lagði Grindavík í 5:2 sigri á Würth vellinum í kvöld. Annað mark hans var rándýrt karate mark á 51. mínútu leiksins. Þórður Gunnar Hafþórsson kom með sendingu inn í teig þar sem Emil stendur ómannaður. Hann stekkur upp og er nánast láréttur í loftinu þegar hann hamrar boltanum upp í samskeytin. 

 

 

Lokatölur leiksins í þessum markaleik voru 5:2 og Fylkir situr nú í 2. sæti deildarinnar með níu stiga forskot á Fjölni í 3. sæti.

Önnur úrslit kvöldsins í næst efstu deild karla er 2:1 sigur KV á Gróttu í leik þar sem átta spjöld fóru á loft og þar af tvö rauð. Á 85. mínútu kom fyrsta rauða spjald leiksins þegar Valdimar Daði Sævarsson fékk sitt annað gula spjald og á sömu mínútu fékk Oddur Ingi Bjarnason sem sat á bekk KV beint rautt spjald.

Mörk KV skoruðu Valdimar Daði og Askur Jóhannsson. KV er ennþá í botn sæti deildarinnar með 11 stig en Grótta í 4. sæti. 

Leikur Kórdrengja gegn Fjölni endaði í markalausu jafntefli sem skilur Fjölni eftir í erfiðari stöðu til þess að koma sér upp og Kórdrengi í 8. sæti með 18 stig.

mbl.is