Óvæntur sigur Reynis á toppliðinu

Reynir er með 10 stig í næst neðsta sæti í …
Reynir er með 10 stig í næst neðsta sæti í 2. deild. Ljósmynd/Reynir Sandgerði

Njarðvík, topplið 2. deildar karla í knattspyrnu, tapaði óvænt gegn Reyni Sandgerði, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar, á útivelli í kvöld.

Fyrir leikinn hafði Njarðvík einungis tapað einum leik á tímabilinu og Reynir aðeins unnið einn. Þetta eru því gríðarlega óvænt úrslit en leikurinn endaði með 1:0 sigri Reynis. 

Liðin voru jöfn allan tímann, þar til sigurmark leiksins og eina mark leiksins kom í uppbótartíma frá Akil Rondel Dexter De Freitas.

Njarðvík er ennþá í efsta sæti deildarinnar með gott forskot þar sem liðið með 37 stig og liðin á eftir þeim með 29 stig. Þetta er annar leikurinn í röð sem liðið tapar, en það tapaði síðasta leik gegn Víkingi Ólafsvík, sem er einnig í neðri hluta deildarinnar.

Reynir er ennþá í næst neðsta sæti með 10 stig en þessi sigur hlýtur að hjálpa sjálfstrausti þeirra inn í næstu leiki.

mbl.is