Kórdrengir búnir að senda markmanninn sinn heim

Nikita Chagrov
Nikita Chagrov Ljósmynd/Kórdrengir

Kórdrengir hafa sent markmanninn Nikita Chagrov heim en hann þótti ekki standa undir væntingum.

Þetta kemur fram í viðtali fotbolti.net við Davíð Smára Lamude, þjálfara liðsins. 

Hinn rússneski Chagrov spilaði sex leiki með Kórdrengjum í sumar en Óskar Sigþórsson varði mark liðsins gegn Fjölni en Daði Freyr Arnarsson er einnig í herbúðum þess.

Kórdrengir eru í 9. sæti Lengjudeildarinnar með 18 stig eftir 15 umferðir.

mbl.is