Ungi KR-ingurinn í agabanni

Stefán Árni Geirsson var í agabanni í leiknum í dag.
Stefán Árni Geirsson var í agabanni í leiknum í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Stefán Árni Geirsson var ekki í leikmannahópi KR í 4:0 sigri á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta í dag en ástæðan fyrir því er sú að hann er í agabanni. 

Rúnar greindi frá þessu í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í dag. 

Stefán var í agabanni í dag og tók því ekki þátt í verkefninu,“ sagði Rúnar.

Stefán Árni er aðeins 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann sýndi mikla hæfileika á síðustu leiktíð og bundu KR-ingar mikla von við hann fyrir tímabilið. 

Hann hefur ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabilsins en meiðsli hafa einnig sett strik sitt í reikninginn. Í þetta skipti er það hinsvegar agabann sem kom í veg fyrir veru hans í dag. 

mbl.is