Frumraun Íslands á Eystrasaltsmótinu

Daníel Leó Grétarsson í leik Íslands gegn Ísrael.
Daníel Leó Grétarsson í leik Íslands gegn Ísrael. Eggert Jóhannesson

A-landslið karla í knattspyrnu tekur þátt í Eystrasaltsmótinu, Baltic Cup, í nóvember ásamt Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

 Ísland og Litháen mætast í undanúrslitum 16. nóvember í Vilnius eða Kaunas í Litháen. Lettland og Eistland mætast í hinum undanúrslitaleiknum sama dag en sá leikur fer fram í Riga í Lettlandi. 

Úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fer fram þann 19. nóvember. Degi áður en HM byrjar en liðið komust ekki á mótið.

 Eistland er núverandi meistari frá árinu 2021 en Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem A-landslið karla tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Fyrsta mótið var haldið 1928 en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu.

mbl.is
Loka