Hólmbert og Hörður féllu úr leik

Hörður Björgvin Magnússon og félagar eru úr leik.
Hörður Björgvin Magnússon og félagar eru úr leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hólmbert Aron Friðjónsson og samherjar hans í norska liðinu Lilleström eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta eftir 0:2-tap fyrir Antwerp frá Belgíu á útivelli í seinni leik liðanna í 3. umferðinni í kvöld.

Belgíska liðið vann fyrri leikinn 3:1 og einvígið samanlagt því 5:1. Hólmbert lék fyrstu 65 mínúturnar með Lilleström í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos frá Grikklandi eru einnig úr leik eftir 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Slavía Prag frá Tékklandi. Slavia vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið 3:1.

Hörður lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gríska liðinu og nældi sér í gult spjald á 80. mínútu.

mbl.is