Fylkir færðist nær efstu deild

Fylkismenn færðust nær sæti í efstu deild í dag. Mathias …
Fylkismenn færðust nær sæti í efstu deild í dag. Mathias Laursen er vinstra megin á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir tók skref í áttina að efstu deild karla í fótbolta með 1:0-útisigri á Vestra í Lengjudeildinni á Ísafirði í dag.  

Danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen skoraði sigurmarkið á 55. mínútu en hann hefur gert níu mörk í fimmtán leikjum með Fylkismönnum í sumar.

Fylkir er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, einu stigi á eftir toppliði HK. Fjölnir er í þriðja sæti með 27 stig og er vonin um sæti í efstu deild að fjara út hjá Grafarvogsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert