Dómari í leik KR og FH 1991 bar hljóðnema

Þátturinn VISA sport var með hljóðnema á Gísla Guðmundssyni, dómara, í leik KR og FH í efstu deild karla í knattspyrnu árið 1991, og er sú klippa nú fundin.

„Ég passaði mig í fyrri hálfleik en svo í seinni hálfleik var ég búin að gleyma þessu,“ sagði Gísli um það að bera hljóðnema.

Þó að leikurinn í Frostaskjóli endaði í markalausu jafntefli var nóg um að snúast hjá Gísla í leiknum og eftir hann. 

Eftir að Gísli flautaði leikinn af hlupu að honum börn og unglingar og komu illa fram við hann.

„Þá fannst mér ekki vera staðið nógu vel að, það var verið að drekka áfengi eða bjór og hér koma unglingar og stökkva yfir og gefa mér tóninn sem er allt í lagi maður er ýmsu vanur en þetta á ekki að ske,“ sagði Gísli eftir leikinn.

 Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og skýrslu leiksins sem er stútfull af stórnöfnum í íslensku fótboltasögunni má sjá hér.

 

Gunnlaugur Jónsson vak athygli á þessu á Twitter síðu sinni.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert