Fram fór illa með Leikni í 4:1-sigri

Framarar fagna marki Magnúsar Þórðarsonar.
Framarar fagna marki Magnúsar Þórðarsonar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram og Leiknir mættust í fimm marka leik í Úlfarásdal í kvöld sem endaði 4:1 fyrir Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur var afskaplega rólegur en fyrsta mark leiksins kom eftir 8 mínútur og fyrstu 15 mínútur leiksins voru ekki jafn rólegar og restin af hálfleiknum endaði á að vera. Magnús Þórðarsyni skoraði mark Fram og hann komst í fínt færi en það var lítill kraftur í skotinu hans. Markvarslan hjá Viktori Frey Sigurðssyni hefði getað verið betri en boltinn fór undir hann, 1:0.

Annað mark Fram kom svo í upphafi seinni hálfleiks á 50. mínútu en það skoraði miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson með flottum skalla í fjærhornið eftir hornspyrnu sem Tiago tók, 2:0.

Þriðja mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir afar litar sakir eftir að Birgir Baldursson flækist saman við Alex Frey Elísson en Alex fór sjálfur niður í teig Leiknis í fyrri hálfleik en fékk ekkert fyrir það. Emil Berger tók vítið og sendi Ólaf í marki Fram í vitlaust horn, 2:1.

Guðmundur Magnússon, tólf marka maður í sumar, kom Fram aftur í tveggja marka forystu með marki sem kom aftur úr föstu leikatriði. Á 64. mínútu tók Tiago Fernandes aukaspyrnu út á vinstri og Guðmundur stangar hann í markið, 3:1.

Albert Hafsteinsson kláraði svo leikinn endanlega fyrir Fram tveim mínútum seinna eftir stoðsendingu frá Almarr. Hann sendi boltann milli varnarmanna Leiknis og Albert gæti hafa verið fyrir innan en markið stóð og leikurinn endaði 4:1.

 

Fram er núna komið í 22 stig í 8. sæti deildarinnar en Leiknir í næst síðasta sæti með 10 stig.Fram 4:1 Leiknir R. opna loka
90. mín. 3 mínútum bætt við.
mbl.is