Stórleikur í Bestu

Úr síðasta leik Breiðabliks og Víking sem Blikar unnu 3:0.
Úr síðasta leik Breiðabliks og Víking sem Blikar unnu 3:0. Ljósmynd/Árni Sæberg

Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Þar á meðal er stórleikur Breiðabliks og Víkings.

Topplið Breiðabliks mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar en Víkingur hefur aðeins spilað 15 leiki og á því tvo leiki inni á KA sem er í sæti fyrir ofan þá.

Bæði liðin kepptu í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn en bæði liðin töpuðu leikjum sínum og duttu því úr keppni. Breiðablik tapaði sínum leik 3:0 og undir lokin tók þjálfarinn byrjunarliðsleikmenn út af eins og Höskuld Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson en Víkingur hafði ekki þann munað.

Víkingur var 2:0 undir þar til í uppbótartíma venjulegs leiktíma þegar Danijel Dejan Djuric skorar mark sem gerði liðin jöfn í einvíginu. Leikurinn fór í framlengingu og spilaði Víkingur því rúmlega 120 mínútur fyrir fjórum dögum. 

Breiðablik er með 38 stig á toppi deildarinnar og Víkingur er með 30 stig í 3. sæti.

Keflavík og KR eiga einnig leik í dag og bæði lið eru fyrir miðju deildarinnar í 6. og 7. sæti. KR er með 24 stig, þremur fleiri en Keflavík eftir jafn marga leiki. Sex leikir eru þar til deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta þar sem sex lið fara í hvorn hlutann.

Fram og Leiknir Reykjavík mætast í Úlfarsárdalnum í dag. Leiknir situr í næstneðsta sæti með 10 stig en á tvo leiki inni á lið FH og ÍBV fyrir ofan þá og getur sent FH í fallsæti með sigri í dag. Fram er í 8. sæti deildarinnar með 19 stig.

Keflavík  KR klukkan 18.00

Breiðablik – Víkingur klukkan 19.15

Fram – Leiknir klukkan 19.15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert