Þrír leikmenn Breiðabliks í bann

Damir Muminovic fékk rautt spjald gegn Víkingi í gær.
Damir Muminovic fékk rautt spjald gegn Víkingi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur Dan Þórhallsson, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson, leikmenn toppliðs Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, eru allir komnir í leikbann eftir fund Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag.

Damir fékk rautt spjald í 1:1-jafnteflinu gegn Víkingi úr Reykjavík í toppslag Bestu deildarinnar í gær á meðan Dagur og Gísli eru komnir með fjögur gul spjöld á leiktíðinni. Þeir verða því ekki með Breiðabliki er liðið heimsækir Fram í næst umferð. 

FH-ingurinn Guðmundur Kristjánsson er kominn í leikbann vegna uppsafnaðra áminninga og Alex Freyr Hilmarsson hjá ÍBV sömuleiðis. Þá er Frans Elvarsson úr Keflavík einnig búinn að safna fjórum gulum spjöldum í sumar.

Hlynur Sævar Jónsson úr ÍA er einnig kominn í bann en hann fékk rautt spjald er liðið mætti KA á sunnudag. Logi Tómasson úr Víkingi og KR-ingurinn Aron Þórður Albertsson eru sömuleiðis komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda.

Tveir leikmenn í Bestu deild kvenna eru komnir í bönn vegna uppsafnaðra spjalda en það eru þær Lára Kristín Pedersen hjá Val og Caroline van Slambrouck hjá Keflavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert