Annar sigur á Færeyingum

U15 ára landsliðið fagnaði sigri á Færeyjum í dag.
U15 ára landsliðið fagnaði sigri á Færeyjum í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U15 ára landslið karla í fótbolta vann 1:0-sigur á Færeyjum er liðin mættust í vináttulandsleik í Þórshöfn í dag.

Róbert Elí Hlynsson úr ÍR skoraði sigurmarkið á 70. mínútu og tryggði íslenska liðinu eins marks sigur.

Liðin mættust á þriðjudaginn var og vann Ísland þá 4:0-sigur.  

mbl.is
Loka