Boltasækjarnir geta haft áhrif á leikinn

Höskuldur Gunnlaugsson og Birnir Snær Ingason í leik Breiðabliks og …
Höskuldur Gunnlaugsson og Birnir Snær Ingason í leik Breiðabliks og Víkings á mánudagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Toppslagur Breiðabliks og Víkings úr Reykjavík var frábær skemmtun í alla staði.

Það hefur verið talað mikið um boltasækjana í leiknum en þeir voru mjög duglegir að grýta boltanum til Blika á meðan þeir tóku sér góðan tíma í það að koma boltanum í hendurnar á Víkingum í hvert sinn sem boltinn fór út af vellinum.

Óíþróttamannslegt eða ekki, þá hlýtur það að vera öllum ljóst að skilaboðin, sem boltasækjarnir fengu fyrir toppslaginn, hafi verið á þá leið að það ætti að gera allt til þess að hægja á Víkingunum.

Þetta er svo sem þekkt taktík í Evrópuboltanum. José Mourinho, sá mikli meistari, hefur alltaf átt frábært samstarf við boltasækina í gegnum tíðina, allavega þegar hann er á heimavelli.

Boltasækjarnir eru klárlega, í einhverri mynd, hluti af leiknum og þeir geta klárlega haft áhrif á hann eins og margsinnis hefur verið sannað.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »