Hnéskelin úr liði

Kenneth Hogg í leiknum í gær. Sjá má að hann …
Kenneth Hogg í leiknum í gær. Sjá má að hann er í varatreyju Vals en treyja Njarðvíkur þótti of lík treyju Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skotinn Kenneth Hogg, lykilmaður Njarðvíkur, meiddist illa í 2:1-sigri liðsins á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl af Hlíðarenda á sjúkrahús.

Hogg meiddist eftir um klukkutíma leik og staðfesti Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að hnéskelin hafi farið til hliðar í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Af þessum sökum er ekki búist við því að hann geti tekið frekari þátt með Njarðvík á tímabilinu, sem á sæti í 1. deild, Lengjudeildinni, víst á næsta ári þar sem liðið er á toppnum með 11 stiga forskot á Völsung í þriðja sætinu þegar aðeins fimm leikir eru eftir á tímabilinu.

Leikur Hauka og Njarðvíkur fór fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda í stað Ásvalla, heimavallar Hauka, þar sem verið er að leggja nýtt gervigras um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert