Íslensku stelpurnar skoruðu fimm

U15 ára landslið kvenna í Færeyjum.
U15 ára landslið kvenna í Færeyjum. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U15 ára landslið kvenna í fótbolta vann sannfærandi 5:2-sigur á Færeyjum er liðin mættust í vináttuleik í Þórshöfn í dag.

Berglind Freyja Hlynsdóttir og Rakel Eva Bjarnadóttir sáu til þess að Ísland náði 2:0 forskoti í fyrri hálfleik.

Rakel Eva var aftur á ferðinni í seinni hálfleik með þriðja marki Íslands. Færeyska liðið skoraði hins vegar næstu tvö mörk og minnkaði muninn í 3:2.

Ísland var aftur á móti sterkara undir lokin og Katla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir bættu við fjórða og fimmta markinu og þar við sat.

Liðin mættust einnig á þriðjudaginn var og vann Ísland þá 5:1-sigur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert