Jafnt í toppslagnum í Kaplakrika

Fyrirliðarnir Sigríður Lára Garðarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir eigast við …
Fyrirliðarnir Sigríður Lára Garðarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir eigast við í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH og HK skildu jöfn, 0:0, í toppslag Lengjudeildar kvenna í fótbolta, 1. deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld.

Úrslitin þýða að FH er enn með fjögurra stiga forskot á HK á toppnum. FH er nú með 37 stig og HK í öðru sæti með 33.

Tindastóll getur með sigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni á laugardag farið upp í 34 stig og upp í annað sætið, en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild.

FH og HK eiga nú aðeins þrjá leiki eftir, Tindastóll fjóra og stefnir í æsispennandi baráttu um sæti í deild þeirra bestu.

mbl.is