Ólöf best í 13. umferðinni

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik þeð Þróttir síðastliðið sumar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik þeð Þróttir síðastliðið sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar úr Reykjavík, var besti leikmaður 13. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Ólöf Sigríður skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Þróttarar unnu stórsigur gegn ÍBV á Avis-vellinum í Laugardal á þriðjudaginn en Ólöf fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Ásamt Ólöfu fengu Blikarnir Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir einnig tvö M fyrir frammistöðu sína gegn KR.

Þróttarinn Katla Tryggvadóttir er í liði umferðarinnar í fimmta sinn í sumar og þær Karitas, Cyera Hintzen, framherji Vals, og Caroline Van Slambrouck, varnarmaður Keflavíkur, eru allar í liðinu í þriðja sinn.

Lið umferðarinnar má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »