Sú besta áfram í Vestmannaeyjum

Olga Sevcova verður áfram í Vestmannaeyjum.
Olga Sevcova verður áfram í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2025. Olga hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og leikið gríðarlega vel á leiktíðinni.

Olga var þá valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hún hefur alls leikið 58 leiki fyrir ÍBV í öllum keppnum og skorað í þeim 17 mörk.

Olga á fjöldann allan af landsleikjum fyrir Lettland og hefur verið valin knattspyrnukona ársins þar í landi fimm sinnum.

mbl.is