Það var Árni Vill sem setti Söru Björk af sem fyrirliða

„Mér finnst þessi fyrirliðaumræða alltaf frekar fyndin,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, var mikið í umræðunni í aðdraganda lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór á Englandi í sumar.

Margir höfðu velt því fyrir sér hvort Sara Björk myndi bera fyrirliðabandið á mótinu en hún eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári, soninn Ragnar Frank, með sambýlismanni sínum Árna Vilhjálmssyni.

Það var svo Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem bar fyrirliðabandið hjá landsliðinu í fjarveru Söru Bjarkar.

„Það er alveg ljóst að það var ekki ég sem setti Söru Björk af sem fyrirliði heldur var það Árni Vill,“ sagði Þorsteinn léttur.

„Það þurfti annan fyrirliða og Gunný var fyrirliði. Ég tók svo þá ákvörðun að Sara Björk yrði fyrirliði á ný þegar hún kæmi aftur,“ sagði Þorsteinn meðal annars.

Viðtalið við Þorstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Ragnar Frank Árnason eftir leikinn gegn …
Sara Björk Gunnarsdóttir og Ragnar Frank Árnason eftir leikinn gegn Belgíu í Manchester á Evrópumótinu á Englandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert