Tvær stórar breytingar á landsliðshópnum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með landsliðinu í september.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verður ekki með landsliðinu í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Hlín Eiríksdóttir eru í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins fyrir leikina mikilvægu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM 2023.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, gerir því tvær breytingar á hópnum frá lokahópnum sem tók þátt í lokakeppni Evrópumótsins á Englandi í sumar.

Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt knattspyrnuiðkun og þá er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að glíma við meiðsli.

Þær Auður Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir eru svo markverðir ásamt Söndru Sigurðardóttur en þær voru báðar kallaðir enn í EM-hóp Íslands á Englandi eftir að þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir meiddust.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hinn 2. september á Laugardalsvelli og loks Hollandi fjórum dögum síðar í Utrecht í Hollandi.

Ísland er sem stendur með 15 stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum minna en topplið Hollands, en takist Íslandi að leggja Hvíta-Rússland að velli dugar íslenska liðinu jafntefli til gegn Hollandi til þess að tryggja sér sæti á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 45 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV
Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.

Aðrir leikmenn:
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 48 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 16 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 105 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 46 leikir
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 21 leikur, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Sif Atladóttir - Selfoss - 90 leikir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 8 leikir
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 105 leikir, 35 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 93 leikir, 14 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 26 leikir, 3 mörk
Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 142 leikir, 22 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 18 leikir, 2 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - SK Brann - 66 leikir, 12 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 22 leikir, 7 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - SK Brann - 39 leikir, 2 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 7 leikir
Elín Metta Jensen - Valur - 60 leikir, 16 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk

Smelltu hér til þess að horfa á vefþætti mbl.is, Dætur Íslands, þar sem leikmenn íslenska liðsins eru í einstakri nærmynd.

Agla María Albertsdóttirm, Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru …
Agla María Albertsdóttirm, Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru allar í hópnum en Hallbera Guðný Gísladóttir er hætt í fótbolta og er því ekki í hópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert