Vissu ekkert af hverju þeir voru að veifa íslenska fánanum

„Það var eitthvert smá húllumhæ í Leifsstöð þegar við vorum að fara úr landi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenska liðið lék vináttulandsleik við Pólland í Grodzisk Wielkopolski í aðdraganda lokakeppni Evrópumótsins sem fram fór í sumar og hélt svo þaðan til Þýskalands þar sem það æfði fyrir lokakeppnina.

Liðið flaug út til Póllands hinn 27. júní og voru nokkrir stuðningsmenn mættir í Leifsstöð til þess að kveðja þær.

„Það voru einhverjir útlendingar þarna sem héldu á íslenska fánanum og þeir vissu held ég ekkert af hverju þeir voru að veifa fánanum,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta var klárlega minna húllumhæ en árið 2017 en það var virkilega gaman að upplifa þetta,“ bætti Þorsteinn við.

Viðtalið við Þorstein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert