Breiðablik betra liðið í dag

Jón Þórir Sveinsson í leiknum í kvöld.
Jón Þórir Sveinsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Þeir fengu hagnað, dauða færi, aukaspyrnu og rautt spjald,“ sagði Jón Þórir Sveinsson um umdeilanlegt atvik í fyrsta tapleik Fram á nýja heimavelllinum gegn Breiðablik sem endaði 2:0.

„Heilt yfir var Breiðablik bara betra liðið í dag held ég. Við getum ekki mikið kvartað yfir niðurstöðunum. Þetta var ekki okkar besti leikur svo þetta var sanngjarnt,“ sagi Jón Sveinsson í viðtali við Mbl.is í kvöld.

Á 71. mínútu fékk Jesus Yandis rautt spjald fyrir brot á Ísak Snæ Þorvaldssyni. Möguleiki var á rangstöðu og stuðningsmen Fram voru margir ósáttir með dóminn. Eftir að Ísak fór niður barst boltinn fyrir framan Viktor Karl Einarsson sem fór í skot, einn á móti markmanni, en Ólafur Íshólm Ólafsson í marki Fram varði frá honum.

„Ég sá þetta ekki nógu vel og ég er svo lélegur dómari en það var hagnaður, þeir fengu dauða færi og svo fengu þeir aukaspyrnu og rautt spjald. Ég treysti bara dómaranum til þess að taka rétta ákvörðun, það er ómögulegt fyrir mig að sjá hvort það er möguleg rangstæða svo ég get ekki tjáð mig um það.“

Dómarar hafa margir í sumar reynt að dæma sem minnst á lítil brot til að láta leikinn ganga.

„Eðlilega eru menn að takast á og þetta var baráttuleikur og maður vill ekkert endilega sjá fullt af spjöldum, helst að leikurinn fái að fljóta svolítið sem mér fannst hann þokkalega gera það. Auðvitað eitt, tvö atvik hér og þar sem hefði mátt gagnrýna sem maður var ósáttur með en heilt yfir bara allt í góðu,“ sagði Jón Sveinsson eftir leikinn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert