Einstakt tímabil Emils

Emil Pálsson fagnar marki með FH sem hann skoraði gegn …
Emil Pálsson fagnar marki með FH sem hann skoraði gegn Fjölni sumarið 2015. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þær leiðu fregnir bárust í gær að knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefði fundið sig knúinn til þess að leggja skóna á hilluna, 29 ára að aldri, eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang.

Emil hóf ferilinn ungur að árum með BÍ á Ísafirði þar sem hann var orðinn lykilmaður í 2. deildinni einungis 16 ára að aldri. 17 ára færði hann sig yfir til FH og fór strax að láta að sér kveða þar.

Þrívegis varð Emil Íslandsmeistari með Hafnarfjarðarliðinu en óhætt er að segja að titill númer tvö hafi verið eftirminnilegastur.

Í byrjun tímabils árið 2015 átti hann ekki fast sæti á miðju FH og var því lánaður í Fjölni, sem lék einnig í efstu deild þetta sumar.

Emil lék níu leiki með Fjölni fyrri hluta tímabils og stóð sig vel áður en hann var kallaður til baka til FH um mitt tímabil.

Óhætt er að segja að Emil hafi mætt til baka í Hafnarfjörðinn, áfjáður í að láta ljós sitt skína, enda skoraði hann sex mörk í 12 leikjum fyrir FH síðari hluta tímabilsins og átti þannig risaþátt í Íslandsmeistaratitlinum.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »