Viktor og Viktor í bann hjá Blikum

Viktor Karl Einarsson er kominn í bann.
Viktor Karl Einarsson er kominn í bann. mbl.is/Óttar Geirsson

Átta leikmenn úr Bestu deild karla í fótbolta voru úrskurðaðir í leikbann er Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag.

Nafnarnir Viktor Karl Einarsson og Viktor Örn Margeirsson hjá Breiðabliki eru báðir komnir í bann vegna fjögurra áminninga. Eyjamennirnir Atli Hrafn Andrason og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru einnig komnir í bann af sömu ástæðu.

Þá er Elfar Árni Aðalsteinsson hjá KA kominn í bann fyrir fjögur gul spjöld og liðsfélagi hans Rodrigo Gómes fyrir sjö gul spjöld. Þá er Stjörnumaðurinn Daníel Laxdal kominn í bann vegna fjögurra áminninga.

Þá er Jesús Yendis hjá Fram kominn í bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Breiðabliki í gær og Kian Williams fyrir brottvísunina sem hann fékk gegn FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert